Vordagar og skólaslit í Valsárskóla

Nú er skólaárið 2020-2021 að klárast. Mánudagur og þriðjudagur eru hefðbundnir dagar en miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur eru vordagar og þá lýkur skóladeginum kl: 13.00 hjá öllum nemendum nema þeim sem eru skráðir í Vinaborg.

Á vordögum verðum við mikið úti og förum í styttri ferðir. Nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri og þurfa að taka með sér viðeigandi búnað.

Hér er yfirlit yfir það helsta:

Miðvikudagur 2. júní
     7. - 10. bekkur
     Ferð á Hælið á Kristnesi, sjósund á Hauganesi og enda daginn á því að grilla í Innbænum á Akureyri.
     1.- 6. bekkur
     Ferð í Holtsel, Aldísarlund og enda daginn á því að grillað í Innbænum á Akureyri

Fimmtudagur 3. júní  
     7. - 10. bekkur
     Starfskynningar á ýmsum stöðum
     1. - 6. bekkur
     Ýmsar stöðvar við skólann og í nágrenni skólans s.s. kayak, sveitaferð, hjólabraut, frisbígolf, mála parís og pókó á skólalóðina. Leikir       á skólalóð eftir hádegið.

Föstudagur 4. júní  

     1.    Hefðbundin vorhátíð á skólalóð með árlegu fótboltamóti við starfsfólk, vatnsslag, reiptogi og fleiru til kl.13:00.
     Þeir sem fara með skólabíl og ætla að taka á því í vatnsslag þurfa að vera með auka föt og handklæði.


     2.    Skólaslit

     a)    Nemendur í 1. - 9. bekk mæta kl. 16:00 í stofu til umsjónarkennara og fá afhent námsmat. Foreldrar eru velkomnir en það verður
             ekki formlega dagskrá á sal í þetta skiptið vegna samkomutakmarkana.


     b)    Nemendur í 10. bekk mæta kl: 18:00 og verða útskrifaðir og skólanum slitið formlega. Auk þess er útskriftarnemendum,
             foreldrum þeirra og starfsfólki boðið í kvöldverð í skólanum.