Nú styttist í skólaárinu 2022-2023 í Valsárskóla. Þriðjudagurinn verður síðasti skóladagurinn samkvæmt stundaskrá og svo taka við vordagar, vorhátíð, skólaslit og sumarfrí hjá nemendum. Hér ef stutt yfirlit yfir dagana svo allir séu undirbúnir og klæddir fyrir það sem við tökum okkur fyrir hendur.
Miðvikudag, fimmtudag og föstudag er skólinn til kl. 13:00 og nemendur fara heim eða í Vinaborg. Skólabíll fer 13:10 frá skólanum.
Miðvikudaginn 31. maí verðum við í Innbænum á Akureyri og gerum margt skemmtilegt. Við förum á skauta í Skautahöllinni, í heimsókn á Leikfangasafnið, í útivist með leikjum og fótbolta á flötinni við tjörnina og í dagskrá hjá siglingaklúbbnum Nökkva. Við endum á því að grilla í garði í Innbænum.
Fimmtudaginn 1. júní verða umsjónahópar saman og taka sér ýmis verkefni fyrir hendur. Sumir fara í heimsókn í sauðburð, eldri nemendur fara í lengri ferðir og aðrir fara í fjöruferð og ruslatýnslu. Umsjónarkennarar gefa nánari upplýsingar um fyrirkomulag. Nemendur í 9. - 10. bekk fara í sína ferð á miðvikudegi og koma líklega seint heim þannig að þau verða í fríi á fimmtudaginn.
Föstudaginn 2. júní er vorhátíð á skólalóð með margskonar leikjastöðvum, hefðbundnum kappleikjum s.s. reiptogi, eggjakast og fleiru. Fastur liður í þeirri dagskrá er fótbolti milli námshópa og starfsfólks sem er alltaf æsispennandi. Við endum svo vorhátíðina á árlegum vatnsslag sem enginn kemst þurr frá. Það skal samt tekið fram að ef einhver vill ekki taka þátt í vatnsslag er ákveðið ,,þurrsvæði” þar sem hægt er að vera á.
Föstudaginn 2. júní kl. 16:00 eru skólaslit á sal. Þangað eru allir foreldrar og aðstandendur nemenda velkomnir. Þar verður öllum nemendum afhent námsmat, nemendur í 10. bekk útskrifaðir og skólanum slitið. Að dagskrá lokinni er ferðasjóður með veitingasölu í matsalnum. Ekki er skólaakstur á skólaslit.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.