Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri
Búið er að staðfesta COVID-19 smit hér á landi og í ljósi þess að skólafríi er að ljúka og margir að snúa heim eftir ferðalög í fríinu viljum við benda á viðbragðsáætlun Valsárskóla og leikskólans Álfaborgar sem finna má á heimasíðu skólanna: Viðbragðsáætlun
Fréttir geta valdið ótta og kvíða hjá börnum og mikilvægt að þessi mál séu rædd af yfirvegun við þau. Ráðlegt er að ræða við börnin um veiruna af yfirvegnun en óæskilegt að þagga niður fréttir og umræðu. Hér fylgir tengill á grein sem birtist á visir.is þar sem góð ráð eru gefin um hvernig gott sé að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónaveiruna.
Rétt er að benda á að á heimasíðu Landlæknis er að finna upplýsingar um smit og sóttvarnir, viðbragð og góð ráð. Á heimasíðu Landlæknis er listi yfir þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði og ráðleggingar til einstaklinga sem hafa verið á þessum svæðum og þeir beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á hættusvæði. Í dag, mánudaginn 09.03.2020 eru þau svæði sem eru skilgreind hættusvæði þessi:
Skíðasvæði í Ölpunum frá og með 29. febrúar 2020
Mikilvægt er að við sýnum stillingu og skynsemi og að við förum eftir þeim ráðleggingum sem finna má á síðu Landlæknis. Ferðamenn sem eru að koma frá löndum á þessa lista eru hvattir til þess að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir yfirgefa skilgreint hættusvæði. Mikilvægt er að benda á að þessi tilmæli eiga við einstaklinga sem eru að koma frá þessum löndum og ekki öðrum eins og staðan er í dag.
Undibúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis. Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi og listinn hér að ofan er leiðandi í þeirri vinnu. Með yfirvegun og rósemd tekst okkur í sameiningu að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Við munum halda okkar striki og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema yfirvöld mælist til um annað. Við þurfum að vera duglega að minna hvort annað á að þvo hendur og nota handspritt sem er að finna í skólanum.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landlæknis og rétt að benda á að þessir vefir eru bæði leiðbeinandi og upplýsandi um þær aðgerðir sem unnið er að á hverjum tíma. Við þurfum í sameiningu að forðast aðrar upplýsingar en þær sem þar birtast og varast að ala á ótta.
Viðbragðsáætlun Valsárskóla / Álfaborgar
Kórónaveiran – spurt og svarað fyrir fólk sem vinnur með börnum og ungmennum
Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónuveiruna
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.