Viðbragðsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps

Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna kórónaveiru, COVID-19. Neyðarstigi er lýst yfir á grunni þess að sýking er nú farin að breiðast út innanlands. Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig og ekki hefur verð lagt á samkomubann. Mikilvægt er að við fylgjumst vel með þeim upplýsingum sem koma frá Almannavörnum og förum eftir þeim leiðbeiningum sem þar er að finna. Hér er að finna viðbragðsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps og bendum við íbúum á að kynna sér hana og tengill á síðu [almannavarnir.is] Almannavarna fylgir hér og síðuna „Það sem þú þarft að vita“ finnur þú hér.

Við tökum mark á ráðleggingum sóttvarnarlæknis og upplýsingum frá Almannavörnum, leysum þetta saman verkefni og af yfirvegun og hugum að samferðarfólki okkar.

Viðbragðsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps