Valsárskóli verður símalaus haustið 2024

Eins og flestir vita þá hefur verið mikil umræða síðustu mánuði um símanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Sú umræða hefur einnig farið fram hér í Valsárskóla, m.a. á foreldraþingi síðustu tvö ár, í skólaráði, skólanefnd og á kennarafundum. Í vetur var ákveðið að senda könnun á foreldra í mars. Vilji foreldra var afgerandi, rúmlega 90% foreldra sem svöruðu vilja að Valsárskóli verði símalaus frá og með næsta hausti. Hér er mynd sem sýnir niðurstöður úr foreldrakönnun.  

Ákvörðun var tekin á kennarafundi að Valsárskóli verði símalaus frá og með næsta hausti. Almenna reglan verður sú að nemendur koma ekki með síma í skólann. Líklegt er að einhverjir nemendur þurfi að nota síma strax eftir skóla t.d. vegna æfinga eða ferða og verður fundin skilvirk útfærsla til að leysa það.Tryggt verður að nemendur sem nota hjálpartæki til náms s.s. hljóðbækur hafi til þess Ipad eða Croombook með ,,sínum" aðgangi í skólanum.

Fleiri skólar og sveitarfélög hafa tekið upp sömu stefnu með farsæld barna og ungmenna í huga og hefur reynslan verið jákvæð.