Valsárskóli - skólabyrjun

Þriðjudaginn 22. ágúst, er skólasetning í íþróttahúsinu kl. 16:15. Þangað eru allir nemendur og foreldrar velkomnir.
Dagskráin er eftirfarandi:

  • Skólastjóri flytur stutta ræðu og setur skólann.

  • Nemendur og foreldrar fara með umsjónarkennurum námshópa í stofur. Þar fá nemendur stundatöflur og bæði foreldrar og nemendur upplýsingar um skólastarfið.

  • Veitingasala ferðasjóðs verður inni og úti eftir aðstæðum. Grilluð pylsa kostar 500 kr. með drykk. 

Miðvikudagur 24. ágúst - útivistardagur
Nemendur þurfa að vera í viðeigandi klæðnaði til útivistar. Nemendur í 1. - 6. bekk verð hér í nágrenninu á stöðvum, í leikjum og fleira og borða bæði morgunmat og hádegismat á hefðbundnum tíma. Nemendur í 7. - 10. bekk fara í ferðir og taka með sér nesti.
Skóla lýkur kl. 13:00, skólabíll fer kl. 13:10 frá Valsárskóla. Skráðir nemendur fara í Vinaborg.

Fimmtudagur 25. ágúst - útivistardagur
Nemendur þurfa að vera með bakpoka/tösku, undir nesti sem þeir fá í skólanum, og í viðeigandi klæðnaði. Nemendur í 5. - 10. bekk fara með rútu í Fnjóskadal og við göngum frá Systragili yfir heiðina,  Þingmannaleið og endum við Eyrarland þar sem rútan tekur okkur heim og í skólann. Nemendur í 1. - 4. bekk fara í göngu upp Ranann og jafnvel upp að mastri. Um að gera að þau hafi með sér berjadalla.
Skóla lýkur kl. 13:00, skólabíll fer kl.13:10 frá Valsárskóla og skráðir nemendur fara í Vinaborg og aðrir heim. Ekki verður annar hádegismatur í skólanum þar sem nemendur borða nesti í ferðinni. 

Föstudagur 26. ágúst hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá.

Sundkennsla hefst mánudaginn 28. ágúst. Viktor Emil Sigtryggsson, sem er okkur að góðu kunnur, mun sjá um sundkennsluna fyrstu dagana í forföllum Hörpu íþróttakennara.Til að allir séu með sundföt og svo íþróttaföt með sér á réttum dögum þá er skipulagið eftirfarandi í sundkennslu. 

     1. - 2. bekkur er í sundi/íþróttir á þriðjudögum og fimmtudögum

     3. - 4. bekkur er í sundi/íþróttir á þriðjudögum og fimmtudögum

     5. - 6. bekkur er í sundi/íþróttir á mánudögum og fimmtudögum

     7. - 8. bekkur er í sund/íþróttir á mánudögum og miðvikudögum

     9. - 10. bekkur er í sundi/íþróttir á mánudögum og miðvikudögum 

Við minnum á að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis, það á alltaf við s.s í ferðum og félagsstarfi.