Skólastarfið í Valsárskóla gengur vel og erum við öll að komast í jólaskap. Bæði nemendur og starfsfólk hafa gert ýmislegt sem minnir á jólin. Við höfum sungið í matsalnum jólalög bæði gömul og nýrri. Við skárum laufabrauð á mánudaginn og héldum upp á 1. desember með því að tendra ljósin á jólatrénu og dansa og syngja í kringum það. Þegar inn var komið eftir útiveruna fengu allir kakó og lummur. Formaður nemendaráðs, sem er Júnía Sól Jónasardóttir flutti ávarp ásamt þeim Sólrúnu Össu Arnardóttur og Sædísi Guðmundsdóttir. Að lokum var búið til jólaskraut og stofur skreyttar.
18. - 19. desember - jólaþema
Næsta mánudag og þriðjudag erum við með jólaþema í Valsárskóla. Þá velja nemendur sér stöðvar og fara á milli þeirra í fámennum hópum þvert á aldur. Auk þess verður klassískur tarsanleikur í íþróttasal og spiluð félagsvist. Mánudaginn 18. desember lýkur skóla kl. 12:00 vegna jarðarfarar. Skólabíll fer kl. 12:10 og nemendur fara heim eða í Vinaborg. Þriðjudaginn lýkur skóla klukkan 13:00 eins og áætlað var og fer skólabílinn kl. 13:10 og nemendur fara heim eða í Vinaborg.
20. desember - litlu jól í Valsárskóla
Miðvikudaginn 20. desember er hátíðisdagur í Valsárskóla og tvöfaldur dagur. Fyrri hlutinn er ,,jóla notalegur dagur” til klukkan 12:00 og fer skólabíll kl: 12:10 og nemendur heim eða í Vinaborg.
Litlu jólin hefjast svo kl. 17:00 og standa til um 19:30. Skólabíll sækir nemendur og keyrir heim. Bílinn fer frá Akureyri kl. 16:30. Áætlunin er líkt og að morgni nema nú er allt frá 16:00 en ekki 7:00. Eins og áður kom fram lýkur litlu jólunum um kl. 19:30 og þá fara allir heim og skólabíll frá Valsárskóla fer um 19:40.
Jólafrí í Valsárskóla
Jólafrí nemenda í Valsárskóla hefst að loknum litlu jólum 20. desember. Hefðbundið skólastarf hefst miðvikudaginn 3. janúar á nýju ári. Athugið að það er breyting frá prentuðu skóladagatali sem foreldrar fengu í vor. Starfsfólk kemur til starfa þriðjudaginn 2. janúar en þá er náms- og starfsdagur.
Vinaborg í jólafrí Valsárskóla
Það eru fáar skráningar í Vinarborg í jólafríinu. Vegna þess verður hún lokuð milli jóla og nýárs en starfar 21. - 22. desember fyrir skráð börn. Auk þess er Vinaborg opin 2. janúar. Það er mjög ánægjulegt að nemendur fá samfellt jólafrí með sínu fólki.
Yfirlit:
18. desember - skóla lýkur kl. 12:00
19. desember - skóla lýkur kl. 13:00
20. desember - skóla lýkur kl. 12:00 og litlu jól eru frá 17:00 til u.þ.b.19:30
3. janúar 2024 - skóli hefst samkvæmt stundaskrá
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.