Við í Valsárskóla þökkum fyrir samstarfið á árinu 2024 og óskum ykkur öllum gleðilegs árs.
Nám og kennsla hefst í Valsárskóla samkvæmt stundatöflu á morgun þriðjudaginn 7. janúar. Skólastarfið verður hefðbundið næstu vikurnar fyrir utan danskennslu sem hefst 14. janúar.
Danskennsla hefur ekki verið í nokkur ár í Valsárskóla og kominn tími til að koma henni aftur af stað. Fyrirkomulagið verður þannig að allir námshópar fara sex sinnum í kennslu á tímabilinu 14. - 22. janúar og mun Ingunn Margrét danskennari sjá um kennsluna. Íþróttakennsla getur rekist á við danskennslu og þá þurfa einhverjir hópar að vera í útiíþróttum.