Valsárskóli, gleðileg jól

Við í Valsárskóla sendum ykkur öllum góðar jólakveðjur og þökkum fyrir ánægjulegt samstarf. 

Við áttum frábæran dag í gær með góðri samveru, slökun, skemmtiatriðum, söng, dans og sérstaklega góðum og veglegum mat.

Hér eru nokkrar myndir frá deginum og kvöldinu. 

Við hlökkum til að byrja nýtt ár með nemendum 3. janúar 2024 en þá hefst skólastarf á nýju ári.