Valsárskóli 2024-2025

Nú er flesta að skýrast í sambandi við skipulag á næsta skólaári í Valsárskóla. 

Umsjónarkennarar verða:

1.- 2. bekkur Erna Berglind Hreinsdóttir
3. - 4. bekkur Svala Einarsdóttir
5. - 6. bekk Sigrún Rósa Kjartansdóttir
7. - 8. bekkur Kristinn Þráinn V. Kristjánsson
9. - 10. bekkur Helgi Viðar Tryggvason 

Flestir umsjónarkennari eru ykkur kunnugir en við fáum nýjan umsjónarkennari í 7. - 8. bekk. Kristinn Þráinn hefur lokið B.Ed. námi í grunnskólafræðum og er með Hagnýt heilsuefling – Viðbótardiplóma frá Háskóli Íslands auk M.Sc. gráðu frá Svíþjóð. Kristinn Þráinn hefur starfað sem umsjónarkennari í Hlíðaskóla og tekið ýmis námskeið s.s. ART. 

Ásrún, Einar Bjarki og Harpa verða áfram kennarar við skólann og auk þeirra verða Guðfinna og Halldóra Sigríður í hlutastörfum. Ekki er allt ljóst í sambandi við stuðningsfulltrúa á næsta skólaári og verður upplýst um það skipulag í haust.