Næsta vika verður stutt þar sem fimmtudagurinn er almennur frídagur og föstudagurinn 19. maí er starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi. Vinaborg er opin fyrir þá sem þar eru skráðir og er hlekkur á skráningarblað hér vegna þess.
Við í Valsárskóla erum byrjuð að skipuleggja næsta skólaár. Heimilin hafið fengið skóladagatal þannig að allir geta séð helstu dagsetning og frí. Nemendur í 6. - 9. bekk hafa skilað inn forvali og var það afgerandi þannig að ekki er þörf á að nemendur velji aftur.
Búið er að ráða einn kennara til starf og er það Dagbjört Katrín Jónsdóttir. Dagbjört Katrín hefur lokið B.A. prófi og M.Ed. námi í kennslufræðum. Auk þess er hún með 36 einingar í sálfræði. Dagbjört Katrín hefur starfað sem umsjónarkennari í bæði 4. og 6.bekk auk þess sem hún hefur kennt í Símey, unnið á leikskóla, í félagsmiðstöð og í sérdeild í grunnskóla.
Ekki verða aðrar breytinga á kennarahópnum en Erlingur Viðarsson fer í háskóla til að klára kennaranám. Skipulagið vegna umsjónar og stuðnings breytist aðeins og verður eftirfarandi:
1. - 2. bekkur - Guðfinna og Anna L.
3. - 4. bekkur - Svala og Heiðrún
5. - 6. bekkur - Sigrún Rósa og Beta
7. - 8. bekkur - Dagbjört
9. - 10. bekkur - Helgi Viðar
Einar Bjarki verður með smíðar, náttúrufræði og val. Ásrún verður með myndlist, textíl og val. Harpa verður með íþróttir/sund og sérkennslu, María verður með stærðfræði í 9. - 10. bekk. Sigrún Rósa verður með samfélagsfræði í 9. - 10. bekk og val. Helgi Viðar verður með erlend tungumál i 3. - 10. bekk. Gísli og Sigrún Alda verða áfram með Vinaborg og Jóhanna með félagsmiðstöðina.
Við minnum ykkur að hika ekki við að hafa samband við okkur í skólanum ef eitthvað er óljóst og ef spurningar vakna.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.