Vordagar 2024

Í dag og í gær voru vordagar í skólanum.  Í dag fóru allir í Fnjóskadal sem gekk vel. Það var hjólað, gengið, farið í fjallgöngu og í leiki skóginum. Góður og skemmtilegur dagur. Hér eru nokkrar myndir frá deginum. Í gær fóru 1. - 4. bekkur í reitinn við skógræktina á Krókeyri og í Flugsafnið. Nemendur í 5. - 8. bekk fóru í Hrísey. Elsti hópurinn fór í starfskynningar t.d. hjá Slökkviliðinu, skósmið og Nesbræðrum. Hér er nokkrar myndir frá deginum.