Í mars verða lögð fyrir stöðu- og framvindupróf fyrir nemendur í 4.–10. bekk á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Ekki hefur verið samræmt námsmat í íslenskum grunnskólum í nokkur ár fyrir utan Lesferil sem hefur verið skráður þrisvar á hverju skólaári.
Allir nemendur munu þreyta próf í íslensku og í stærðfræði. Prófið í íslensku leggur áherslu á lesskilning. Prófin verða rafræn og fara fram dagana 2.–6. mars 2026 í Valsárskóla.
Samkvæmt lögum er skylt að leggja prófin fyrir í 4., 6. og 9. bekk, en við í Valsárskóla höfum ákveðið að leggja þau einnig fyrir í 5., 7., 8. og 10. bekk. Sú ákvörðun hefur verið staðfest af skólaráði og skólanefnd. Þannig mun nemendur taka árlega próf í íslensku og stærðfræði frá 4. bekk og þannig verður gott að fylgjast með þróun náms hjá einstaka nemendum og hópum.
Markmið prófanna er að gefa nemendum, foreldrum og kennurum yfirsýn yfir stöðu og framvindu í námi. Niðurstöðurnar nýtast til að greina styrkleika og þau svið sem þörf er á að efla frekar, og verða nýttar við skipulag náms og kennslu. Gott er að hafa í huga að stöðu- og framvindupróf mæla afmarkað þætti í námi nemenda og skólastarfinu en gefa okkur ákveðnar vísbendingar.
Foreldrar munu fá nánari upplýsingar þegar nær dregur.