Fulltrúar ungmennaráð Svalbarðsstrandarhrepps tóku þátt í ungmennaþingi SSNE í síðustu viku. Ungmennaþing fór fram í Þingeyjarsveit 13. - 14. október. Fulltrúar okkar voru þær Sólrún Assa Arnardóttir, Sædís Heba Guðmundsdóttir, Eyrún Dröfn Gísladóttir og Lilja Jakobsdóttir. Anna Louise Júlíusdóttir var fararstjóri. Okkar fulltrúar stóðu sig vel og voru okkur öllum til sóma. Þér til hliðar er mynd af þeim með eitt af verkefnunum sem var unnið og er frétt um Svalbarðsströnd í framtíðinni eða árið 2044. Það er skemmtileg sýn á sveitarfélagið með búð, sundlaug og rækt svo eitthvað sé nefnt. Við erum stolt af okkar glæsilegu ungmennum og vitum að framtíðin er björt.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.