Umhverfið og gleði

Í vikunni hafa börnin verið að vinna með umhverfið. Hreiðurs krúttin klæddu sig í skó og peysu og komu í heimsókn á skrifstofu Ráðhúsins og hittu til að mynda sveitastjórann og leikskólastjórann á sínum skrifstofum. Þau á skrifstofunni fengu söng og það var draugalagið sem varð fyrir valinu. Þetta fannst þeim nú heldur betur gaman og skemmtilegt og grallara svipurinn á þeim var ómetanlegur :) yndislegir krakkar sem voru sko alveg til í að knúsa skrifstofufólkið.

Á morgun opnar sýning í safnasafninu þar sem eitthvað af okkar börnum eiga listaverk, endilega kíkja við og hafa gaman.

Plokkdagur skólans er á næstu dögum og vonumst við til aðs já sem flesta þar og sýna umhverfinu okkar hlýju og umhyggju.

Skólinn er lokaður 30 maí vegna starfsdags

Kveðja frá Álfaborg