Tónlist í Álfaborg

Við í Álfaborg erum svo heppin að fá til okkar tónlistarkennara, hana Unu, til okkar einu sinni í viku á föstudögum. Börnunum er skipt upp í þrjá hópa og fær hver hópur um hálftíma kennslu. Elsti hópurinn, Krummarnir, fara yfir í Valsárskóla í sinn tónlistartíma. Þetta er skemmtileg tilbreyting og hafa bæði börn og starfsfólk gaman af :)