Sumarkveðja frá Álfaborg

Komið þið öll blessuð og sæl
 
Nú er komið að lokum skólastarfsins í vetur og allir að fara glaðir og sælir í sumarfrí.
Við þökkum öll fyrir samveruna í vetur og hlökkum mjög til að sjá ykkur i ágúst.

Sérstaklega viljum við þakka þeim börnum og foreldrum sem útskrifuðust frá okkur í vor og bjóða velkomin þau fjölmörgu börn og foreldra þeirra, sem byrja hjá okkur um miðjan ágúst.
 
Við sjáum vonandi sem flest ykkar núna á eftir á sumarhátiðinni góðu og vonum að sólin láti sjá sig!
 
Bestu sumarkveðjur,
Starfsfólk Álfaborgar
 
Hér er svo yfirlit um skipulags- og námskeiðsdaga næsta skólaárs:

Skipulagsdagar 2022-2023

19. ágúst, föstudagur - leikskólinn lokaður.
Allir starfsmenn sækja námskeið um Uppbyggingarstefnuna: uppbygging sjálfsaga til ábyrgðar.
Skipulag vetrarstarfsins.

24. október, mánudagur - leikskólinn lokaður
m.a. undirbúningur og samráð fyrir foreldrasamtöl. 

2. janúar, mánudagur - leikskólinn lokaður
Skipulag vetrarstarfsins.

20. febrúar, mánudagur - leikskólinn lokaður
m.a. undirbúningur og samráð fyrir foreldrasamtöl.

17. og 19. maí, miðvikudagur og föstudagur (18. maí er uppstigningardagur) - Námsferð starfsmanna, leikskólinn lokaður.