Starfsáætlun Valsárskóla og stöðumat á umbótaáætlun til MMS

Starfsáætlun Valsárskóla fyrir skólaárið 2022-2023 er tilbúin og komin á heimasíðu skólans. Hún hefur verið yfirfarin og samþykkt í skólaráði og skólanefnd. Hún er aðgengileg hér.

Auk þess er tilbúið stöðumat á umbótaáætlun sem unnið var í kjölfar ytra mats frá Menntamálastofnun árið 2021. Sú skýrsla er einnig aðgengileg á heimasíðu skólans og hefur verið borin undir skólaráð og skólanefnd. Hér er slóðin á hana.