Skólarnir á Svalbarðsströnd í Landanum
25.05.2021
Krakkarnir á Svalbarðsströnd eru að vinna að tímalínu um pestir í gegnum aldirnar en líka tímahylki svo hægt verði að fræðast um lífið í covid í framtíðinni. Þau ætla til dæmis að setja myndir, frásagnir og grímur í hylkið sem verður ekki opnað fyrr en eftir heila öld. Fyrst verður þó sett upp sýning í Safnasafninu í haust.
„Ég fór í fyrsta online danstímann minn sem var allt í lagi en netið var að stríða mér og ég náði ekki að gera allar æfingar. Þessi vika er búin að vera svolítið skrítin en ég er ekki það stressuð. Ég vona að allir sem ég þekki sem eru í áhættuhópi séu að passa sig og ekki að taka neinar áhyggjur,“ skrifar Arney Ósk Arnardóttir í dagbókarfærslu fyrir tímahylkið.
„Tímahylkið verður þannig að við komum til með að setja þar upplýsingar, upplifanir okkar af þessu tímabili og hvernig skólaárið 2020-2021 eiginlega bara leið,“ segir Sigrún Rósa Kjartansdóttir, umsjónarkennar í Valsárskóla. „Hvernig sjá þau ástandið í þjóðfélaginu, þetta er sýknt og heilagt í fréttunum, bólusetningarnar; hvað sjá þau í tengslum við það allt saman og alla þessa umræðu, öll þessi bóluefni og sum þykja misgóð, af hverju erum við að taka eitthvað sem aðrir vilja ekki? Þessu velta þau fyrir sér.“
„Tímahylkið verður til sýnis á Safnasafninu í haust. Það er eiginlega mest spennandi hluturinn að fá að vera hluti af þessari sýningu og fá að vinna svona verkefni, það er smjög spennandi,“ segir Arney.