Nú liggja niðurstöður Skólapúls fyrir sem nemendur svöruðu í október 2023. Skólapúls er könnun sem nemendur í 6. - 10. bekk svara árlega um virkni í skólanum, líðan og heilsu og skóla- og bekkjaranda. Könnunin er okkur mikils virði þar sem svör nemenda í Valsárskóla eru borin saman við svör nemenda í sambærilegum skólum á Íslandi. Auk þess eru svör nemenda borin saman milli ára. Með þessu móti koma fram upplýsingar sem eru okkur gagnleg við mat á skólastarfið og til að gera úrbætur.
Niðurstöðurnar eru notaðar í innra mati og eru allar niðurstöður sýnilega á heimasíðu skólans.
Í stuttu máli eru svör nemenda í Valsárskóla áþekk svörum nemenda í grunnskólum á Íslandi í lang flestum tilfellum.
Virkni í skólanum
Allir þættir um virkni í skólanum eru í samræmi við svör annarra nemenda á Íslandi. Nemendur í Valsárskóla sýna meiri áhuga á stærðfræði og náttúrufræði en aðrir nemendur. Ánægja af lestri hefur aukist milli ára. Enn og aftur kemur fram að trú nemenda í Valsárskóla á eigin námsgetu er minni en annars staðar. Þannig hafa nemendur í Valsárskóla síður trú á því að þeir nái árangri í námi. Trú á eigin námsgetu vísa til trúar nemandans á því að hann geti klárað tiltekið námstengt viðfangsefni s.s. náð prófum, sýnt tiltekna hæfni eða uppfyllt önnur námsmarkmið. Þrautseigja í námi er á sama hátt lægri en annars staðar.
Líðan og heilsa
Þættir um líðan og heilsu eru í samræmi við svör annarra nemenda á Íslandi. Þrír þættir skera sig úr:
Í fyrsta lagi er ánægja með mötuneytið langt fyrir ofan ánægju með mötuneyti í öðrum grunnskólum á landinu. Það mælist það hátt að slíkur munur er sjalfgæfur, ef ekki einstakur.
Í öðru lagi telja nemendur í Valsárskóla að þeir hafi minna um sitt eigið líf að segja en aðrir nemendur. Þannig telja þeir að þeir geti lítið tekist á við eða stjórnað hvað kemur fyrir þá og að þeir geti síður tekist á við vandamál.
Í þriðja lagi er einelti metið hærra í Valsárskóla en annars staðar. Þegar rýnt er betur í svörin sést að 2-5 nemendur segjast vera baktalaði, skildir útundan og sagt eitthvað særandi við þá. Enginn segist oft verða fyrir ofbeldi. Helstu staðir sem þetta gerist er í frímínútum úti og á netmiðlum.
Skóla- og bekkjarandi
Samband nemenda við kennara er á pari við aðra skóla á Íslandi og er agi í kennslustundum metinn betri en annars staðar. Sá munur er tölfræðilega marktækur Valsárskóla í vil. Virkni nemenda í kennslustundum er líka metin hátt. Samsömun nemenda við aðra nemendur er minni en gerist og gengur. Þannig telja nokkrir nemendur sig eiga erfitt með að eignast vini og finnst þeir stundum utanveltu.
Opnar spurningar
Við opnum spurningum kom fram að nemendum finnst jákvætt hvað skólinn er fámennur, maturinn góður og góðir vinir. Það sem nemendum fannst neikvætt er hitt og þetta og ekkert eitt áberandi umfram annað. Margir nefna ekkert.
Við hvetjum ykkur til að skoða niðurstöðurnar í heild en þær eru aðgengilegar hér:
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.