Skólapúls í Valsárskóla 2. - 5. bekkur

Nemendur í 2. - 5. bekk svöruðu í fyrsta skipti könnunni Skólapúls í október 2025. Eldri nemendur í 6. - 10 bekk hafa svarað Skólapúls árlega í nokkur ár. Nú höfum við fengið niðurstöðurnar og eru svör okkar nemenda borin saman við svör nemenda í öðrum skólum sem svöruðu sömu spurningum. 

Ánægja af lestri


Nemendur voru spurðir út í ánægju af lestri og voru svörin ólík milli árganga. Nemendur í 3. bekk voru jákvæðir og langt fyrir ofan landsmeðaltal. Nemendur í 2., 4. og 5. bekk voru aðeins neikvæðari. Þessi mynd sýnir samantekt þar sem svör nemendur í 2. - 5 bekk mælast rétt undir meðaltali á Íslandi er varðar ánægju af lestri. 

Ánægja með skólann

Nemendur svöruðu spurningum um ánægju í skólanum. Þar voru nemendur almennt jákvæðir og voru nemendur í 4. bekk sérstaklega ánægðir. Þátturinn er metinn út frá eftirfarandi spurningum: 

  • Þegar ég er í skólanum finnst mér ég hafa mikla orku

  • Þegar ég er í skólanum finnst mér ég hafa margt að hlakka til

  • Þegar ég er í skólanum finnst mér ég hafa gaman af mörgu

  • Þegar ég er í skólanum finnst mér margt vera spennandi


Vellíðan


Nemendur í 2. - 5. bekk meta vellíðan í skólanum yfir landsmeðaltali. Nemendur í 2. og 4. bekk eru sérstaklega jákvæðir og meta vellíðan í skólanum hátt. Nemendur svöruðu eftirfarandi spurningum:  

  • Þegar ég er í skólanum finnst mér vera hugsað vel um mig

  • Þegar ég er í skólanum finnst mér ég vera öruggur

  • Þegar ég er í skólanum er ég hamingjusamur

  • Þegar ég er í skólanum finnst mér fólk vera sanngjarnt við mig

Ánægja með mat í skólanum 


Líkt og í fyrri könnunum, hjá eldri nemendum, eru nemendur í 2. - 5. bekk ánægðir með matinn í mötuneytinu eins og sést á meðfylgjandi mynd:  

Umræða


Í heildina eru niðurstöðurnar við matsþáttum nálægt meðaltali eða yfir því. Þannig meta nemendur sig álíka og aðrir nemendur í 2. - 5. bekk á Íslandi með ánægju af lestri, ánægja með skólann og vellíðan í skólanum. Mötuneytið er metið töluvert hærra en önnur mötuneyti í grunnskólum. Nemendur í 4. bekk eru tölfræðilega marktækt jákvæðari með tvo þætti, þ.e. ánægð í skólanum og vellíðan. Hægt er að skoða allar niðurstöður hér.