Skóladagatal og fleira í Valsárskóla

Námsvísar

Nú er október genginn í garð og liðnar rúmar 6 vikur af skólastarfinu. Við viljum upplýsa ykkur um að nú eru námsvísar tilbúnir og eru aðgengilegir á heimasíðu skólans. Í námsvísum má finna upplýsingar um áherslur í kennslu á hverju aldursstigi fyrir sig. Námsvísar eru hluti af starfsáætlun Valsárskóla og eru í sífelldri þróun þar sem starfsmenn skóla eiga reglulega samtöl um stefnu, markmið, mat og framfarir nemenda. Þannig má búast við því að námsvísar taki breytingum og séu lifandi plagg.  
Sjá nánar hér: https://skolar.svalbardsstrond.is/is/valsarskoli/skolastarfid/namsvisar 

Starfsáætlun

Starfsáætlun Valsárskóla er tilbúin og er búið að staðfesta hana bæði í skólaráði og skólanefnd. Hún fer á heimasíðuna um leið og ný stjórn foreldrafélagsins er búin að skipta með sér verkum þar sem það er skráð í starfsáætlunina.  

Ytra mat

Skólaráð og skólanefnd er einnig búin að staðfesta lokaskýrslu til Mennta- og skólaþjónustustofu (áður Menntamálastofnun) vegna ytra mats í Valsárskóla sem fór fram árið 2021. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu skólans hér: https://skolar.svalbardsstrond.is/is/valsarskoli/mat-a-skolastarfi 

Skóladagatal


Við viljum vekja athygli foreldra á því að við höfum fengið samþykki skólanefndar fyrir því að færa einn dag til á skóladagatali Valsárskóla vegna námsferðar starfsfólks í júní 2024. Við höfum starfsdag 2. janúar 2024 og hefjum kennslu 3. janúar í stað 4. janúar eins og stendur í dagatalinu sem þið hafið undir höndum. Við slítum skólanum þess vegna einum degi fyrr eða 3. júní. Við vonum að þetta komi sér ekki illa fyrir heimilin. 

Framundan

Skólastjóri mun senda póst á öll heimili í næstu viku vegna samtalsdags og haustfrís sem nálgast.