Nú er skóladagatal Valsárskóla tilbúið. Það er búið að samþykkja það í skólanum og í skólanefnd. Dagatalið tekur mið af ýmsum þáttum s.s. lögum um starfstíma grunnskóla, kjarasamningum, prófdögum frá Menntamálastofnun og inntöku nýnema í framhaldsskóla. Haust- og vetrarfrí er samræmt við skóla í nágrenninu þannig að framhaldsskólanemar geti til dæmis notið þess að vera í fríi með fjölskyldunni ef það hentar. Starfsdagar kennara á skólatíma eru á sama tíma og í leikskólanum Álfaborg.
Við hvetjum ykkur til að skoða skóladagatalið og skipuleggja frí og ferðalög ef hægt er með það í huga. Skólinn verður settur 24. ágúst, haustfrí er 22. - 23. október og vetrarfrí er 17. - 19. febrúar. Við ætlum að prenta dagatalið út og afhenda öllum nemendum í lok maí eða byrjun júní þannig að þau séu til á heimilunum.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.