Skipulagt starf byrjað

Þá er skipulagt í Álfaborg byrjað á fullu og allir spenntir og kátir fyrir vetrinum. Nýjir Krummar voru vígðir þar sem þau fengu kórónu, krumma einkenni á ennið og skjal með lögum og reglum Krumma :) Allir glaðir með þessa stund

Aðlögun á Hreiðri búin og gekk vel. Nýju vinir okkar eru glaðir að vera komin til okkar og eldri nemendur tóku vel á þeim nýju :)

Dagskipulag deildanna kemur inn á heimasíðu á næstu dögum þar sem það á eftir að fínpússa það aðeins :)

Við erum full tilhlökkunar fyrir skólaárinu og ætlum að njóta hans því tíminn líður oft allt of hratt :)