Almenna reglan verður sú að nemendur koma ekki með síma í skólann. Ef foreldrar telja þörf á að barnið fái að geyma símann í skólanum frá mætingu til heimferðar þarf að hafa samband við skólastjóra og óska sérstaklega eftir því. Skólastjóri mun þá senda viðkomandi foreldri eyðublað sem foreldrar, barn og skólastjóri skrifa undir. Þeir sem fá þessa undanþágu þurfa að fara eftir eftirfarandi reglum:
Barn afhendir starfsmanni á kaffistofu símann um leið og það mætir í skólann.
Síminn er geymdur á kaffistofu starfsmanna til skólaloka.
Síminn á að vera hljóðlaus
Í lok skóladags fær barnið símann afhentan af starfsmanni á kaffistofu.
Ekki er leyfilegt að nota símann innan skólans.
Ef brot verður á símareglum skólans afhenda nemendur símann og hann er geymdur inn á kaffistofu starfsmanna og haft samband við foreldra sem geta nálgast hann eftir að skóla lýkur.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.