Safnasafnsdagurinn

Í gær, 29. apríl, var árlegur Safnasafnsdagur í Valsárskóla. Vinna nemenda snérist um að undirbúa og vinna að sumarsýningu Safnasafnsins. Þetta árið var unnið með hnallþórur og sautján sortir í tilefni af 30 ára afmæli Safnasafnsins.
Nemendur unnu saman í hópum þvert á aldur og var dagurinn í alla staði ánægjulegur. Við þökkum Þórgunni á Safnasafninu fyrir góða og skemmtilega samvinnu. Hér eru nokkrar myndir frá vinnu nemenda.

https://photos.app.goo.gl/GKjd8TuovWkWpfdd7