Safnasafnið og fleira

Safnasafnið
Í dag fórum við öll í Valsárskóla upp í Safnasafn þar sem skrjóðurinn var ,,afhjúpaður”. Sumarsýning Safnasafnsins verður opnuð á laugardaginn og eru allir velkomnir. Skrjóðurinn hefur nú þega vakið athygli og var fréttamaður RÚV viðstaddur afhúpunina. Við þökkum þeim á Safnasafninu fyrir gott samstarf í vor. Hér má sjá myndir frá athöfninni

Næstu dagar
Á morgun er almennur frídagur og á föstudaginn er starfsdagur og nemendur í fríi. Næsti skóladagur er mánudagurinn 13. maí. 

Viðeigandi orðanotkun
Við þurfum að óska eftir því að öll heimili taki umræðuna um rasíska orðræðu. Því miður eru of margir að nota óviðeigandi orð um húðlit, uppruna og kynhneigð. Margir nota þessa orðræðu næstum því ósjálfrátt m.a. þegar þeim gengur ekki nógu vel í fótbolta og í fleiri aðstæðum og samhengi. Við viljum stoppa það strax og nú þegar er búið að ræða við nokkra nemendur. Við vitum af þetta er meðal annars ,,smit” af samfélagsmiðlum t.d. Tiktok.