Rafmagnshjól á skólatíma

Við þurfum að stoppa alla umferð rafmagnshjóla á skólalóðinni á skólatíma. Það á bæði við um rafmagnshlaupahjól og rafmagnsreiðhjól. Rafmagnsreiðhjól eru þung og auk þess ná þau töluverðum hraða þannig að árekstrar við þau á öðru hjóli eða gangandi geta skapað alvarleg slys.

Hingað til höfum við leyft þau á skólalóðinni með þeim skilyrðum að rafmagnið sé ekki notað á skólatíma en munum nú breyta því. Erfitt er að fylgja því eftir að rafmagnið sé ekki notað en þyngd þeirra er þó aðal ástæðan fyrir þessu banni.

Öll börnum yngri en 16 ára er samkvæmt lögum skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Við bendum á nýsamþykkt lög um notkun rafmagnshlaupahjóla en þeir sem nota þau verða að hafa náð 13 ára aldri.

Áfram er leyfilegt að koma á rafmagnshjólum í skólann og fara á þeim heim.