Póstur frá umboðsmanni barna:
Með þessum létta pósti viljum við minna á leiðbeiningar um netið, samfélagsmiðla og börn sem umboðsmaður barna, Persónuvernd og Fjölmiðlanefnd gáfu út í maí á þessu ári. Leiðbeiningarnar eru meðal annars ætlaðar foreldrum.
Í þessum leiðbeiningum er fjallað um persónuupplýsingar, hvernig má vinna upplýsingar um börn, notkun stafrænna lausna, myndbirtingar ásamt fjölmörgu sem þarft er að hafa í huga þegar unnið er með börnum í stafrænni veröld.
Hér er hlekkur á leiðbeiningar til foreldra - https://www.barn.is/netid-samfelagsmidlar-og-born/leidbeiningar-til-foreldra/.
Við vonum að þessar leiðbeiningar nýtist starfsfólki skólans í sínu starfi sem og foreldrum.