Peysusala nemendaráðs Valsárskóla vor 2021

Við í nemendaráði Valsárskóla erum að fara að selja skólapeysur með nafni nemenda, nafni skólans og merki.

Merki skólans verður á hægri ermi og nafn skólans neðst á baki. Nemendur ráða hvort þeir merkja peysurnar með nafni á vinstra brjóst.  

Við munum hafa mátunar- og pöntunardag þann 5. mars í Valsárskóla frá kl. 16.00 - 18:00, þar sem hægt er að máta og leggja inn pöntun. Foreldrar eru velkomnir með en þurfa að hafa grímur. 

Allir nemendur og starfsfólk geta pantað peysu sem þarf að greiða við pöntun og því miður er ekki er hægt að borga með korti. Einnig verður hægt að millifæra, foreldrar fá uppl. um það.á staðnum.

Hettupeysa kostar 5500 kr og háskólapeysa kostar 5000 kr. Hægt er að velja um þrjá liti og mismunandi stærðir. Litir sem eru í boði eru grár, rauður og svartur. 

Peysurnar eru frá Bros og það fyrirtæki sér um merkingar fyrir okkur. Við vonum að við getum afhent peysurnar u.þ.b. 3 - 4 vikum eftir pöntun. 

Ath. Tilboð frá Bros miðast við ákveðinn fjölda og við náum því ekki. Þá er tvennt í boði : annars vegar að hækka verðið á hverri peysu eða endurgreiða öllum og hætta við prentun.