Öryggismyndavélar á útisvæði Valsárskóla

Nú er að ljúka vinnu við að setja upp öryggismyndavélar á útisvæði Valsárskóla og svæðið þar í kring. Sett verða  upp skilti sem benda fólki á að svæðið er vaktað með öryggismyndavélum þannig að allir verða upplýstir um það sem koma að skólanum og sundlauginni. Tilgangur með öryggismyndavélum við skólann er vegna öryggis- og eignavörslu.

Það eru strangar reglur um heimildir til notkunar á myndefni úr öryggismyndavélum og er efni úr þeim eingöngu skoðað þegar koma upp atvik sem tengjast öryggi nemenda eða annara, tjóni eða skemmdarverkum.  

Upptökur eru varðveittar að hámarki í 27 daga og verða ekki afhentar þriðja aðila öðrum en lögreglu.