Heimsmet í lestri

Nú þegar allir eru hvattir til að ferðast innanhúss um páskana viljum við vekja athygli á verkefninu Tími til að lesa. Við erum öll þátttakendur í landsliðinu í lestri en það stefnir á að setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.

Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals.

Ef það er eitthvað sem er nóg af í ástandinu þá er það tími. Það er hægt að nýta hann vel og minna vel, og ein albesta nýtingin er að lesa. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá gerir lestur kraftaverk í lesandanum. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir og eykur skilning á lesmáli og veitir þannig aðgang og skilning á heiminum öllum.

Þetta er frekar einfalt: Því meira sem við lesum því betra.

Svo nú er bara að reima á sig lesskóna og grípa næstu bók. Viðbúin – tilbúin – lesa!