Miðvikudaginn 21. ágúst, er skólasetning í íþróttahúsinu kl. 16:15. Þangað eru allir nemendur og foreldrar velkomnir.
Dagskráin er eftirfarandi:
- Skólastjóri flytur stutta ræðu og setur skólann.
- Nemendur og foreldrar fara með umsjónarkennurum námshópa í stofur. Þar fá nemendur stundatöflur og upplýsingar um skólastarfið.
- Ferðasjóður verður með veitingasölu eftir skólasetningu og kostar það 1500 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn og unglinga.
Fimmtudaginn 22. ágúst - skóla og útivistardagur
Nemendur í 1. - 4. bekk verða í nágrenninu og fara eitthvað út og þurfa þess vegna að vera vel klædd.
Nemendur í 5. - 6. bekk verða hér í nágrenninu og heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Nemendur ganga á milli og þess vegna þurfa allir að vera vel klæddir.
Nemendur í 7. - 10. bekk fara stutta ferðir til Akureyrar og þurfa allir að hafa með sér sundföt. Farið verður milli staða þannig að allir þurfa að vera vel klæddir.
Skóla lýkur kl. 13:00, skólabíll fer kl. 13:10 frá Valsárskóla. Skráðir nemendur fara í Vinaborg.
Föstudaginn 23. ágúst - útivistardegi er frestað
Við frestum útivistardeginum vegna slæms veðurútlits um óákveðinn tíma. Kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Skóla lýkur kl. 13:00, skólabíll fer kl.13:10.
Við minnum á að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis, það á alltaf við s.s í ferðum og félagsstarfi.