Litlu jólum flýtt vegna veðurs

Vegna slæms veðurs og eftir samráð við veðurfræðing höfum við ákveðið að flýta litlu jólunum. Þannig verður dagurinn samfelldur og nemendur fara ekki fram og til baka. Dagskrá litlu jólanna verður í beinu framhaldi af kósý deginum og líkur skóladeginum um 14:30.

Skólabílinn fer frá skóla 14:30 og nemendur fara heim eða í Vinaborg. Við vonum að þetta komi sér ekki illa fyrir heimilin en látið okkur endilega vita ef einhverjir þurfa t.d. gæslu í Vinaborg til 16:00.

Nemendur er mis ánægðir með þessa stöðu þar sem sumir vildu komast heim í spariföt meðan aðrir eru mjög ánægðir með að vera í náttfötum og heimagalla á litlu jólunum.   

Í morgun festist skólabíllinn nálægt Brautarhóli en engin hætta skapaðist. Bílinn valt alls ekki eins og nokkrir nemendur höfðu orð á en hann hallaðist örlítið. Við sendum strax hjálp og sóttu Tómas og Einar Bjarki nemendur og Gestur á Dálksstöðum dró bílinn upp.