Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir kennara í 100% framtíðarstarf.

Álfaborg er á Svalbarðsströnd og eru 12 kílómetrar til Akureyrar. Gildin okkar eru umhyggja, virðing, metnaður og gleði. Kennslan tekur mið af uppbyggingarstefnu, uppeldi til ábyrgðar og vinaverkefni um Blæ, ásamt samstarfi leik- og grunnskóla. Vikulega er heill skóladagur helgaður samkennslu elstu barna okkar og yngstu barna grunnskólans, ásamt útikennslu í nánasta umhverfi, byggt á samráði skólanna.

Menntun og hæfni:
• Kennararéttindi og kennslureynsla æskileg
• Áhugi/hæfni í starfi með börnum og fullorðnum
• Samviskusemi, stundvísi og áreiðanleiki
• Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Íslenskukunnátta og hæfni að tjá sig í ræðu og riti

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla og öðrum lögum er við eiga, Aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá Álfaborgar ásamt skólastefnu og jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps. 
• Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
• Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum á jafningjagrunni í samráði við deildarstjóra og skólastjóra.
• Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar í samráði við aðra kennara og deildarstjóra.
• Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
• Situr starfsmannafundi, foreldrafundi og aðra fundi sem haldnir eru á vegum leikskólans og skólastjóri segir um, og varða starfsemi leikskólans.
• Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
• Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2022. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst, en annars eftir samkomulagi. Umsóknum er skilað til skólastjórnenda Álfaborgar / Valsárskóla; maggajensa@svalbardsstrond.is og maria@svalbardsstrond.is. Margrét Jensína skólastjóri Álfaborgar gefur upplýsingar í síma 4645505 / 6961528. Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi ef við á, ferilskrá og nöfnum meðmælenda. Ef ekki fæst kennari með leyfisbréf eru aðrar umsóknir skoðaðar. Í samræmi við jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.