Í dag fengum við góða gesti frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kennarar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar kynntu fyrir nemendum mismunandi hljóðfæri og hvaða möguleikar verða í boði næsta vetur. Heimsóknin var lífleg og skemmtileg. Kennarar og nokkrir nemendur úr Hrafnagilsskóla spiluðu fyrir okkur þannig að við fengu stutta tónleika. Nú er komin tengill á heimasíðu Valsárskóla og hvetjum við alla til að skrá sig í tónlistarnám fyrir næsta vetur. Skráningar standa yfir þessa vikuna og er mikilvægt að skrá nemendur bæði þá sem hafa stundað nám í Valsárskóla og þá sem hafa hug á að hefja nám.
Við ítrekum að tónlistarnám mun fara fram í Valsárskóla þó að þessar breytingar hafi orðið.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.