Kvennaverkfall 2023

Boðað er til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“  

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa að verkfallinu og munu konur og kvár þá leggja niður störf sé þess nokkur kostur. 

95% starfsfólks Álfaborgar ætlar að leggja niður störf þennan dag, við sjáum ekki annan kost en að loka leikskólanum  24. október nk. Dvalarvist verður ekki rukkuð fyrir þennan dag.