Skólastarfið í Valsárskóla gengur vel og erum við öll að komast í jólaskap. Bæði nemendur og starfsfólk hafa gert ýmislegt sem minnir á jólin. Við höfum sungið í matsalnum nokkra föstudaga í röð bæði nýleg og gömul jólalög. Við skárum laufabrauð á mánudaginn og borðuðum hangikjöt í gær. Við héldum upp á 1. desember með því að tendra ljósin á jólatrénu og dansa og syngja í kringum það. Þegar inn var komið eftir útiveruna fengu allir kakó og lummur og hlustuðu á ávarp formanns nemendaráðs, sem er Jóel Árnason. Að lokum var búið til jólaskraut og stofur skreyttar.
16. - 19. desember - jólaþema
Í dag og á mánudaginn erum við með jólaþemadaga. Þá velja nemendur sér stöðvar og fara á milli þeirra í fámennum hópum þvert á aldur. Auk þess verður klassískur tarsanleikur í íþróttasal og spiluð félagsvist. Mánudaginn 19. desember lýkur skóla kl. 13:00, skólabíll fer kl. 13:10 og nemendur fara heim eða í Vinaborg.
20. desember - litlu jól í Valsárskóla
Þriðjudaginn 20. desember er hátíðisdagur í Valsárskóla og tvöfaldur dagur. Fyrri hlutinn er jólakósýdagur 12:00 og fer skólabíll kl: 12:10 og nemendur heim eða í Vinaborg.
Litlu jólin hefjast svo kl. 17:00 og standa til 19:30. Skólabíll sækir nemendur og keyrir heim. Bílinn fer frá Akureyri kl. 16:30. Áætlunin er líkt og að morgni nema nú er allt frá 16:00 en ekki 7:00. Eins og áður kom fram lýkur litlu jólunum kl. 19:30 og þá fara allir heim og skólabíll frá Valsárskóla fer um 19:30.
Jólafrí í Valsárskóla
Jólafrí nemenda í Valsárskóla hefst að loknum litlu jólum 20. desember. Hefðbundið skólastarf hefst þriðjudaginn 3. janúar á nýju ári. Starfsfólk kemur til starfa mánudaginn 2. janúar en þá er náms- og starfsdagur.
Vinaborg í jólafrí Valsárskóla
Það eru fáar skráningar i Vinarborg í jólafríinu. Vegna þess verður hún lokuð milli jóla og nýárs en starfar 21. - 22. desember fyrir skráð börn. Það er mjög ánægjulegt að nemendur fá samfellt jólafrí með sínu fólki.
Yfirlit:
19. desember - skóla lýkur kl. 13:00
20. desember - skóla lýkur kl. 12:00 og litlu jól eru frá 17:00 til u.þ.b.19:30
3. janúar 2022 - skóli hefst samkvæmt stundaskrá
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.