Í ljósi niðurstaðna úr Íslensku æskulýðsrannsókninni verður boðað til fundar þriðjudaginn 28. janúar 2025 í matsal Valsárskóla kl. 19:30.
Gunnar Gíslason sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri verður fundarstjóri og stjórnar umræðum og María skólastjóri mun kynna helstu niðurstöður.
Dagskrá:
- Stutt kynning á niðurstöðum þar sem börn í sveitarfélaginu skera sig úr í samanburði við önnur börn.
- Umræður um hvernig hægt er að efla farsæld barna í sveitarfélaginu
- Samantekt
Við hvetjum alla foreldra til að mæta hvort heldur sem þeir eiga börn í leik- og/eða grunnskóla eða enn yngri börn. Endilega mætið og takið þátt í umræðu um hvernig við getum í sameiningu aukið farsæld barna í sveitarfélaginu. Fundurinn er ekki eingöngu fyrir foreldra barna og eru allir sem starfa í nefndum og ráðum sveitarfélagsins sérstaklega velkomnir.
Skólastjóri Valsárskóla og tengiliður farsældar
Skólanefnd Svalbarðsstrandarhrepps
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps