Hrós til nemenda í Valsárskóla

Fyrir nokkru fengu allir nemendur í Valsárskóla fræðslu frá samtökunum “78, um fjölbreytileika, og heppnaðist sú fræðsla vel. Í framhaldinu fóru nemendurnir í 9. - 10. bekk á sýninguna ,,Góðan daginn faggi” í Laugarborg. Sýningin er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á taugaáfalli. 

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki og ungmennum aukist í samfélaginu. Í fyrradag var frétt á RÚV um fyrrnefnda sýninguna þar sem fram kom að sum ungmenni á skólasýningum hefðu sýnt leikurum óvirðingu t.d. með framíköllum. Það er gaman að segja frá því að nemendur í 9. - 10. bekk í Valsárskóla fengu hrós fyrir góða framkomu á sýningunni. Við erum stolt af okkar unglingum sem stóðu sig vel og sýndu góða framkomu.