Við í Valsárskóla ætlum að halda hrekkjavökuhátíð í skólanum föstudaginn 31. október eins og við gerum á hverju ári. Nemendur eru hvattir til að mæta í búningum en vinsamlegast tryggið að búningarnir séu án vopna.
Eins og hefð er fyrir erum við með ,,draugagang", graskerskeppni, skreytingar og fleira sem tengist hrekkjavökunni. Ekki er hefðbundin kennsla þann dag og tekur hátíðin yfir allan skóladaginn.
Tekið skal fram að það er ekki skylda að fara í draugaganginn og árlega fer hluti nemenda ekki í hann. Fyrir þá sem eru spenntir fyrir draugaganginum en kæra sig ekki um myrkrið er hægt að fara í hann í fylgd kennara og með öll ljós kveikt.
Við hlökkum til að skapa skemmtilega stemningu saman.