Hrekkjavökufjör!
Við í Álfaborg héldum upp á Hrekkjavökuna eins og undanfarin ár, búið var að skreyta skólann hátt og lágt með aðstoð elstu nemenda og allir voru hvattir til að mæta í búningum. Mikil spenna var í barnahópnum fyrir að mæta í búningum en það voru búnar að vera miklar umræður fram og til baka í hverju þau ætluðu að mæta.
Loksins rann dagurinn upp og mættu allskonar verur og fígúrur í leikskólann um morguninn. Haldið var Hrekkjavökuball inni á Kvisti hjá elstu nemendum og allir nemendur leikskólans fóru í tónlistartímana sína á föstudaginn sem voru með Hrekkjavökuþema. Eftir spennumikinn dag fóru allar verurnar heim til að gera sig klár í meira Hrekkjavökufjör enda nóg til af orku!