Helgileikur í Svalbarðskirkju

Nemendur í Valsárskóla í 1. - 4. bekk sýndu sígildan helgileik í Svalbarðskirkju 6. desember. Helgileikurinn er alltaf fallegur  og það eru forréttindi okkar sem störfum í Valsárskóla að vinna með börnunum að þessu verkefni á hverju ári. Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu. Auk þess tóku nemendur tónlistarskólans og fermingarbörn þátt í verkefninu.