Helgileikur á aðventu

Í gærkveldi var aðventukvöld í Svalbarðskirkju og tóku nemendur í 1.-4. bekk þátt í stundinni með helgileik. Þetta er áratuga löng hefð hér í sveit og alltaf jafn gaman að sjá þessi litlu skott flytja þennan fallega leikþátt. Auk nemenda í 1.-4. bekk voru nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar með tónlistaratriði, fermingjarbörnin fluttu ljósaleik og María skólastjóri flutti hugvekju. Yndisleg stund sem skólasamfélagið átti stóran þátt í og við erum sannarlega stolt af krökkunum okkar.

Hér má sjá myndir frá stundinni.