Helgileikur

Það hefur verið hefð í Valsárskóla að nemendur sýni helgileik á aðventukvöldi í Svalbarðsstrandarkirkju. Þetta árið var ekki aðventukvöld vegna samkomutakmarkana. Guðfinna og Bryndís kennarar eru vanar að standa fyrir sýningunni og hefur verið gott samstarf við kórinn, organista og sóknarprestinn. 

Nemendur í 1. - 4. bekk í Valsárskóla sýndu öðrum nemendum og starfsfólki Valsárskóla helgileik og var það hátíðleg stund.

Nemendur stóðu sig vel og var helgileikurinn tekinn upp og sendur til foreldra nemenda í 1. - 4. bekk.

Hér er slóð að myndir úr kirkjunni.  

https://photos.app.goo.gl/5m61X2DgzUpy5oCh6