Heimsókn forseta Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson kom á Safnasafnið í gær og hitti þar nemendur í Valsárskóla og Álfaborg sem sýndu honum sýninguna sem þeir unnu að, Tímahylkið. Heimsóknin var lífleg og mikill spenningur hjá nemendum fyrir því að hitta forsetann. Fjórir nemendur sýndu forsetanum sýninguna útskýrðu verkin og stóðu sig stórvel í því hlutverki. Allir nemendur gátu boðið sig fram til að taka á móti forsetanum og svo var dregið úr hópi sjálfboðaliða. Við erum ánægð að með Guðni gaf sér tíma til að skoða sýninguna og hitta okkur. 

Hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni. 

Myndir