Nú í upphafi skólaárs vil ég stuttlega kynna fyrir ykkur starfsemi heilsuverndar skólabarna sem fram fer á vegum Heilsugæslunnar á Akureyri í Valsárskóla. Starfsemi heilsuverndar skólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. Á heilsuvefnum Heilsuvera.is er yfirlit yfir áherslur í starfseminni ásamt vísun í leiðbeiningar Embætti Landlæknis. www.heilsuvera.is https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-barna/heilsuvernd-grunnskolabarna/
Ég heiti Brynhildur. Viðvera mín í Valsárskóla er annan hvernn föstudag. Einnig er alltaf hægt að senda mér tölvupóst á netfangið brynhildur@akmennt.is.
Þið megið endilega senda mér línu ef það er eitthvað varðandi heilsufar barnsins ykkar sem þið viljið að ég viti af.
Er lúsin velkomin á þínu heimili? Nei, hélt ekki og hún er heldur ekki velkomin í skólanum. En hún er klók og getur gert sig heimakomna í hvaða kolli sem er svo það er gott að vera á varðbergi. Hér eru góðar leiðbeiningar fyrir þá sem vilja vera lausir við hana. Þá vil ég bara minna á að tilkynna mér það í tölvupósti/eða hringja í skólastjóra þar sem lús er skráningarskyld til landlæknis. Gott er að setja sér þá reglu að kemba börnin sín um helgar þannig að þau komi lúsalaus í skólann á mánudögum. https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hofudlus/
Lyfjagjafir - Sjaldgæft er að börn þurfi að taka lyf á skólatíma. Þurfi börn á því að halda er foreldrum bent á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing/umsjónakennara og/eða ritara og kynna sér tilmæli Landlæknis um lyfjagjafir í skólum.
https://throunarmidstod.is/library/Files/Heilsuvernd-skolabarna/Tilm%C3%A6li%20landl%C3%A6knis%20um%20lyfjagjafir%20%C3%AD%20sk%C3%B3la_uppf%C3%A6rt23.pdf