Haustfundir í námshópum í Valsárskóla og aðalfundur foreldrafélagsins 25. september

Við bjóðum foreldra og forráðamenn velkomna á kynningarfundi í námshópum fimmtudaginn 25. september í stofum sinna barna. 

Við reiknum með 45 mínútum á hvern námshóp og munu umsjónarkennarar m.a. ræða um fyrirkomulag náms, námsmat, Mentor, stoðþjónustu og fleira. Í lok fundar mun tengiliður farsældar kynna sig. https://skolar.svalbardsstrond.is/is/farsaeld 

Foreldrafundir að hausti eru ekki bara mikilvægir fyrir okkur hér í skólanum til að miðla upplýsingum og skapa umræður heldur eru þeir líka mikilvægir fyrir foreldrahópinn sem að í flestum tilfellum á börn saman í bekk í 10 ár. 

Ykkar samstaða og stuðningur við nám nemenda og skólastarfið er mikilvægur. Hér fyrir neðan eru tímasetningar og heiti á stofum. 

Fimmtudagur 25. september

    1. - 2. bekkur kl. 16:15  - Tjarnir
    3. - 4. bekkur kl. 17:00 - Lind
    5. - 6. bekkur kl. 17:45 - Flúðir
    7. - 8. bekkur kl. 18:30 - Lækur
    9. - 10. bekkur kl. 19:15 - Straumur

Ferðasjóður nemenda er að skipuleggja veitingasölu. Nánar um það síðar. 

Aðalfundur foreldrafélagsins verður kl. 20:00 sama dag. 

Gaman væri að fá góða mætingu svo hægt sé að skapa góðar umræður og mynda nýja stjórn. Einnig þarf að ákveða fulltrúa í skólaráð og áheyrnarfulltrúa í skóla nefnd. Við hvetjum áhugasama til að gefa kost á sér. 

Það þarf einnig að skipta um bekkjarfulltrúa sem við tókum aftur upp á síðasta ári eftir að það datt út í covid. Það eru 2 fulltrúar á hóp og markmiðið er að foreldrar og börn eigi samverustund saman (1-2 yfir árið).

Foreldraþing verður í nóvember en það verður auglýst síðar.