Við bjóðum foreldra og forráðamenn velkomna á kynningarfundi í námshópum miðvikudaginn 18. september í stofum sinna barna.
Við reiknum með 45 mínútum á hvern námshóp og munu umsjónarkennarar m.a. ræða um fyrirkomulag náms, námsmat, Mentor, stoðþjónustu og fleira.
Foreldrafundir að hausti eru ekki bara mikilvægir fyrir okkur hér í skólanum til að miðla upplýsingum og skapa umræður heldur eru þeir líka mikilvægir fyrir foreldrahópinn sem að í flestum tilfellum á börn saman í bekk í 10 ár.
Ykkar samstaða og stuðningur við nám nemenda og skólastarfið er mikilvægur. Hér fyrir neðan eru tímasetningar og heiti á stofum.
Miðvikudagur 18. september:
1. - 2. bekkur kl. 16:15 - Tjarnir
3. - 4. bekkur kl. 17:00 - Lind
5. - 6. bekkur kl. 17:45 - Flúðir
7. - 8. bekkur kl. 18:30 - Lækur
9. - 10. bekkur kl. 19:15 - Straumur
Auk þess verður tengiliður farsældar með stytta kynningu á farsæld og spjall fyrir áhugasama í nýju heimilisfræðistofunni. https://skolar.svalbardsstrond.is/is/farsaeld
Við eigum eftir að frétta af hugsanlegum aðalfundi í foreldrafélagi og veitingasölu. Þið verðið upplýst um það þegar nær dregur.
Foreldraþing verður í nóvember en það verður auglýst síðar.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.