Haustfundir í námshópum í Valsárskóla

Skólastarfið fer vel af stað og munum við kynna það í námshópunum fyrir ykkur í næstu viku. 

Við bjóðum ykkur á kynningarfund með umsjónarkennara fimmtudaginn 15. september.
Auk þess mun skólastjóri líta inn og kynna farsældarfrumvarpið í stuttu máli.  

Fimmtudagur 15. september

     1. - 2. bekkur kl. 16:15
     3. - 4. bekkur kl. 17:00
     5. - 6. bekkur kl. 17:45
     7. - 8. bekkur kl. 18:30
     9. - 10. bekkur kl. 19.15 

Við hlökkum til að hitta ykkur, kynna starfið og spjalla þar sem samvinna heimilis og skóla er okkur mikilvægt.
Ferðasjóður nemenda er að kanna hvort boðið verður upp á veitingasölu og barnapössun. Nánar um það seinna.

Aðalfundur foreldrafélagsins verður kl. 20:00 í matsalnum.